Sport

Þjóðverjar hrifsuðu til sín krúnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjar fögnuðu sigrinum í dag vel og innilega.
Þjóðverjar fögnuðu sigrinum í dag vel og innilega. Vísir/Getty
Þýskaland sá til þess að Austurríki varð af sínum fyrsta stóra titli í liðakeppni í skíðastökki í tæpan áratug.

Þjóðverjar unnu gull í greininni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag með 2,7 stiga forystu á Austurríkismenn. Austurríki hafði unnið gull á öllum stórmótum síðan HM 2005 og sigur Þjóðverjar því nokkuð óvæntur.

Þýskaland náði forystunni fyrir lokaumferðina og stökk því síðast í henni. Það gerði Severin Freund en með honum í liði voru Andreas Wank, Marinus Kraus og Andres Wellinger.

Wank var í silfurliði Þýskalands á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en hinir þrír voru að vinna sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum.

Japan hafnaði í þriðja sæti og hlaut því brons.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×