Norðmenn láta Svía vita að þeir eru áfram stóri bróðir 17. febrúar 2014 20:15 "Skoðið þetta, Svíþjóð! Við erum áfram stóri bróðir.“ Mynd/Skjáskot af vef VG Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey Sjá meira
Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01