Ólafi bauðst að spila með Björgvin og Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 12:15 Ólafur Gústafsson heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Vísir/Getty „Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
„Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira