Hin 18 ára gamla Helga María Vilhjálmsdóttir tók þátt í risasviginu á ÓL í morgun. Hún hafnaði í 29. sæti af 50 keppendum.
Brautin var mjög erfið og nítján þátttakendum hlekktist á leið sinni niður. Helga María fór þó örugglega niður.
Hún kom í mark á tímanum 1:33,42 mínútur og var tæpum átta sekúndum á eftir sigurvegaranum Önnu Fenninger frá Austurríki.
Helga María mun einnig taka þátt í svigi og stórsvigi í Sotsjí. Hér að ofan má sjá ferðina hennar í morgun.
Helga María hafnaði í 29. sæti | Myndband
Tengdar fréttir

Sú yngsta er pollróleg fyrir frumraun á ÓL
Helga María Vilhjálsmdóttir keppir fyrst af íslensku keppendunum í alpagreinum í dag er hún tekur þátt í risasvigi. Erfitt að sleppa setningarathöfninni.