Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2014 14:33 Menntaskólinn á Ísafirði. Vísir/Pjetur Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira