Sport

Óvæntur sigur í alpatvíkeppni karla | Myndband

Sandro Viletta frá Sviss er Ólympíumeistari í alpatvíkeppni karla eftir frábært svig.

Óhætt er að segja sigur hins 28 ára Viletta sé óvæntur í meira lagi en hann hefur aðeins unnið eitt mót í heimsbikarnum á ferlinum.

Viletta var í 14. sæti eftir brunið sem hann kláraði á 1:54,88 mínútu en í sviginu þeyttist hann niður fjallið á 50,32 sekúndum sem gerir samanlagðan tíma upp á 2:45,20 mínútur.

Þetta var langbesta ferðin í svighlutanum og áttu stórstjörnurnar ekkert í hinn óþekkta Svisslending. Kjetil Jansrud endaði í 4. sæti, BodeMiller í 6. sæti og AkselLundSvindal í 8. sæti.

Króatinn Ivica Kostelic, tengdasonur Íslands, fékk silfur á þriðju Ólympíuleikunum í röð en það virðist vera hans litur í alpatvíkeppninni. Hann kom í mark á samanlögðum tíma 2:45,54 mínútur.

Ítalinn ChristofInnerhofer varð svo þriðji á 2:45,67 mínútum en hann fékk einnig silfur í bruninu á fyrsta keppnisdegi.




Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 7

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sjöundi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×