Sport

Sævar í 74. sæti í 15km göngunni | Myndband

Sævar Birgisson endaði í 74. sæti af 92 keppendum í 15km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.

Sævar ræsti 85. og fór kílómetra fimmtán á 45:44,2 mínútum og varð rúmum sjö mínútum á eftir Ólympíumeistaranum Dario Cologna frá Sviss.

Okkar maður tók á mikinn sprett við endamarkið og náði að vera fyrir ofan Ástralann Callum Watson. Sævar skildi tólf til viðbótar fyrir aftan sig fyrir utan þá fimm sem kláruðu ekki gönguna í dag.

Þetta er önnur ganga Sævars á leikunum en hann varð í 72. sæti sprettgöngu fyrr í vikunni.

Í spilaranum hér að ofan má sjá endaspret Sævars Birgissonar í dag.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 7

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sjöundi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×