Sýknaðir í Vafningsmálinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2014 16:15 Guðmundur Hjaltason er hér lengst til vinstri og Lárus Welding, lengst til hægri. Þórður Bogason, lögmaður Guðmundar og fyrrum bekkjarbróðir hvíslar hér einhverju að honum. Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og sakþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008. Allur sakarkostnaður málsins í héraði greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir kröfðust þeir sýknu fyrir Hæstarétti. Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, voru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekki nema hálfa milljón króna í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Samkvæmt ákæru var tilgangurinn að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning. Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga sem fjallar um umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi. Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15 Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17 Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og sakþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008. Allur sakarkostnaður málsins í héraði greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir kröfðust þeir sýknu fyrir Hæstarétti. Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, voru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekki nema hálfa milljón króna í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Samkvæmt ákæru var tilgangurinn að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning. Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga sem fjallar um umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi.
Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15 Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17 Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15
Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur