Sport

Magnaðar útskýringar á Ólympíugreinum | Myndband

Ted Ligety sest næstum því í snjóinn því hann fer svo lágt þegar hann beygir.
Ted Ligety sest næstum því í snjóinn því hann fer svo lágt þegar hann beygir. Vísir/EPA
Á vef NY Times má finna ótrúlega flottar greinar þar sem farið er ofan í saumana á nokkrum íþróttum á Vetrarólympíuleikunum.

Greinarnar eru unnar með myndböndum frá keppnum og viðtölum við keppendur en skruna þarf niður síðuna til að fylgja sögunni.

Þarna má sjá útskýringu á hvernig Ted Ligety hálfpartinn fann upp nýja aðferð til að skíða niður brekkuna í stórsvigi og snjóbrettakappinn Shaun White fer yfir hálfpípuna.

Einnig er farið yfir baksleða og skíðastökk með ótrúlega flottum myndböndum. Sjón er einfaldlega sögu ríkari.

Skoðið þessa glæsilegu umfjöllun NY Times hér.

Shaun White í háloftunum í hálfpípunni.Vísir/EPA
Menn fara á ótrúlegum hraða niður baksleðabrautina.Vísir/EPA
Skíðastökk er mögnuð íþróttagrein.Vísir/EPA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×