24 ára lítt þekkt snjóbrettakona vann þrjá Ólympíumeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 19:25 Kaitlyn Farrington. Vísir/Getty Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons. Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum. Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni. Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku. Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City. Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum. Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons. Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum. Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni. Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku. Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City. Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum. Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira