Sport

Northug ekki með á föstudaginn

Petter Northug fer ekki vel af stað en á eftir sínar bestu greinar.
Petter Northug fer ekki vel af stað en á eftir sínar bestu greinar. Vísir/Getty
Petter Northug, skærasta stjarna Norðmanna í skíðagöngu, verður ekki á meðal keppanda í 15km göngunni á föstudaginn.

Northug ákvað í samráði við norska landsliðsþjálfarann að draga sig úr keppni í hefðbundinni 15km göngu á föstudaginn til að vera ferskur í þeim keppnum sem fylgja í kjölfarið.

Northug hefur ekki náð sér á strik í fyrstu tveimur greinum sínum í Sotsjí. Hann endaði í 15. sæti í 15km skiptigöngu á sunnudaginn og komst ekki í úrslit í sprettgöngunni í gær.

„Peter er svekktur. Honum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er og hann skilur ekki hvers vegna hann fer svona hægt,“ sagði Trond Nystad, landsliðsþjálfari Noregs, á blaðamannafundi í dag.

Hann telur það ekki skynsamlegt að láta Peter ganga á föstudaginn heldur hvíla sig fyrir næstu keppnir en hann á eftir þær tvær greinar sem hann vann gullverðlaun á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum. Það eru 50km ganga með hefðbundinni aðferð og liða sprettgangan.

„Við þurfum að vonast til að þessi taktík virki því Petter er okkur mikilvægur,“ sagði Trond Nystad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×