Erlent

Milljarðamæringur lét byggja skýli fyrir flækingshunda í Sotsjí

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Matt Gutman, fréttamaður ABC, birti þessa mynd úr skýlinu á Twitter.
Matt Gutman, fréttamaður ABC, birti þessa mynd úr skýlinu á Twitter. vísir/twitter
Rússneski milljarðamæringurinn Oleg Deripaska hefur látið setja upp skýli fyrir flækingshunda í Sotsjí þar sem Ólympíuleikarnir fara nú fram.

Yfirvöld fyrirskipuðu að flækingshundar í Ólympíuborginni yrðu drepnir þar sem ferðamönnum og íþróttafólki stafaði hætta af þeim. Skýlið var því sett upp að frumkvæði milljarðamæringsins. Deripaska, sem er einn af styrktaraðilum leikanna, er sagður mikill hundavinur en Times of London segir að honum sé einnig annt um orðspor Sotsjí.

Fréttastofa ABC ræddi við Alexei Sorokin, eiganda fyrirtækisins sem fengið var til að drepa hundana, áður en leikarnir hófust.

„Ímyndið ykkur skíðastökkvara að lenda á 130 kílómetra hraða þegar flækingshundur hleypur í veg fyrir hann. Það gæti reynst banvænt bæði fyrir hundinn og skíðastökkvarann,“ sagði Sorokin við ABC. „Við skulum kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Þessir hundar eru líffræðilegt rusl.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×