Í fyrsta sinn í sögu alpagreina Ólympíuleikanna deildu tveir keppendur með sér gullverðlaunum í Sotsjí í morgun.
Slóveninn Tina Maze og Svisslendingurinn Dominique Gisin komu í mark á nákvæmlega sama tíma í bruni kvenna eða 1:41,57 mínútum og var ekki hægt að skera úr um hvor hefði verið á undan.
Það fór svo að þær stigu saman á verðlaunapallinn en plássið þar sem silfurverðlaunahafinn er vanalega var autt að þessu sinni.
Lara Gut frá Sviss fékk svo bronsið en hún varð 10/100 á eftir þeim Maze og Gisin og Sviss átti svo einnig Fabienne Suter í fimmta sætinu. Góður morgun fyrir Svisslendinga.
Julia Mancuso frá Bandaríkjunum, sem þótti sigurstrangleg, endaði í áttunda sæti en hún fékk silfur í vancouver fyrir fjórum árum.
Sú þýska Maria Höfl-Riesch sem einnig þótti líkleg til afreka endaði í 13. sæti.
Í spilaranum hér að ofan má sjá ferðir sigurvegaranna í morgun.
Tvær deildu gullinu í bruni kvenna | Myndband
Tengdar fréttir

Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 5
Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fimmti keppnisdagur leikanna er í dag.