Skotveiðimenn gera það gott á andaveiðum Karl Lúðvíksson skrifar 11. febrúar 2014 19:59 Fín andaveiði var hjá mörgum skyttum um helgina Mynd: Róbert Hlynur Sverrisson Það eru eflaust margir sem bölva vetrinum sem endra nær enda frost, rok og kuldi ekki það veður sem fólk yfirleitt biður um, nema það sé á andaveiðum. Það er búin að vera mjög góð veiði hjá þeim skyttum sem við höfum heyrt í undanfarna daga og þeir sem voru á veiðum um helgina gerðu flestir fína veiði. Aðstæður eru fínar um allt land og veiðimenn geta valið að veiða í frosti og snjó á norðurlandi eða eingöngu frosti á suðurlandi en bæði þessi skilyrði þykja góð á andaveiðum. Þegar tjarnir og vötn frjósa fer fuglinn á þá staði sem eru íslausir og endar þá oft í fjörunni eða við ármynni renni árnar í stærri fjót. Það er einmitt við þannig skilyrði sem flestir sem við höfum heyrt í voru að veiða við um helgina. Mest er skotið af stokkönd en það sem kemur kannski á óvart er að tveir menn sem skutu á suðurlandi fengu líka fjórar gæsir með ágætri andaveiði og segja þeir fuglinn bæði feitann og vel haldin þrátt fyrir að hafa vetrarsetu hér á landi. Þetta er frábær árstími til að skjóta önd og það kemur nýjum skyttum örugglega á óvart hversu víða góðir andastaðir eru og hversu mikið af önd getur verið á þeim. En þetta krefst smá vinnu í að skoða staði og leita að fuglinum, en það er líka það sem gerir þetta þess virði. Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði
Það eru eflaust margir sem bölva vetrinum sem endra nær enda frost, rok og kuldi ekki það veður sem fólk yfirleitt biður um, nema það sé á andaveiðum. Það er búin að vera mjög góð veiði hjá þeim skyttum sem við höfum heyrt í undanfarna daga og þeir sem voru á veiðum um helgina gerðu flestir fína veiði. Aðstæður eru fínar um allt land og veiðimenn geta valið að veiða í frosti og snjó á norðurlandi eða eingöngu frosti á suðurlandi en bæði þessi skilyrði þykja góð á andaveiðum. Þegar tjarnir og vötn frjósa fer fuglinn á þá staði sem eru íslausir og endar þá oft í fjörunni eða við ármynni renni árnar í stærri fjót. Það er einmitt við þannig skilyrði sem flestir sem við höfum heyrt í voru að veiða við um helgina. Mest er skotið af stokkönd en það sem kemur kannski á óvart er að tveir menn sem skutu á suðurlandi fengu líka fjórar gæsir með ágætri andaveiði og segja þeir fuglinn bæði feitann og vel haldin þrátt fyrir að hafa vetrarsetu hér á landi. Þetta er frábær árstími til að skjóta önd og það kemur nýjum skyttum örugglega á óvart hversu víða góðir andastaðir eru og hversu mikið af önd getur verið á þeim. En þetta krefst smá vinnu í að skoða staði og leita að fuglinum, en það er líka það sem gerir þetta þess virði.
Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði