Sport

Carina fyrsta konan til að vinna gull í skíðastökki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carina Vogt fagnar sigri.
Carina Vogt fagnar sigri. Vísir/Getty
Þjóðverjinn Carina Vogt varð í kvöld fyrsta konan til að vinna gull í skíðastökki á Vetrarólympíuleikum þegar hún vann skíðastökk á minni palli á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Carina Vogt tryggði sér sigurinn með glæsilegu lokastökki silfrið fór til Danielu Iraschko-Stolz frá Austurríki og Frakkinn Coline Mattel vann bronsið. Mattel var í öðru sæti eftir fyrri umferðina en Vogt hélt fyrsta sætinu.   

Japanir bundu miklar vonir til Söru Takanashi, sem varð þriðja eftir fyrri umferðina en Takanashi varð að sætta sig við fjórða sætið í kvöld. Hin austurríska Daniela Iraschko-Stolz hoppaði úr fimmta sæti upp í annað sætið með lokastökki sínu.

Þetta var fjórða gull Þjóðverja á leikunum en sleðakonan Natalie Geisenberger vann gull fyrr í dag og Maria Höfl-Riesch vann síðan alpatvíkeppnina í gær. Þýsku konurnar búnar að vinna þrjú af fjórum gullverðlaunum Þjóðverja á leikunum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×