Sport

Geisenberger vann gullið með glæsibrag | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýska sleðakonan Natalie Geisenberger er Ólympíumeistari á einmenningi í baksleðakeppni kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en hún vann með miklum yfirburðum í kvöld.

Þetta var tvöfaldur þýskur sigur því landi hennar, Tatjana Hüfner, varð í öðru sæti og hin bandaríska Erin Hamlin tók síðan bronsið. Tveir kanadískir sleðamenn, Alex Gough og Kimberley McRae, komu síðan í næstu sætum og rétt misstu því af verðlaunum.

Natalie Geisenberger vann glæsilegan sigur því hún kom í mark meira en sekúndu á undan Hüfner. Nýi Ólympíumeistarinn var fljótust í öllum fjórum ferðunum í keppninni. Geisenberger er 26 ára gömul en hún vann bronsið fyrir fjórum árum.  Þetta voru mestu yfirburðir Ólympíumeistara frá árinu 1964.

Hinn þrítuga Tatjana Hüfner vann gullið í Vancouver fyrir fjórum árum í þessari grein og tók bronsið á leikunum í Tórínó fyrir átta árum. Hüfner á því núna fullkomið safn, gull, silfur og brons.

Það má sjá myndband með Natalie Geisenberger hér fyrir ofan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×