Sport

Lee með Ólympíugull og Ólympíumet | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin suður-kóreska Lee Sang-Hwa varði Ólympíutitil sinn í 500 metra skautahlaupi kvenna í dag þegar hún vann gull í sinni bestu grein á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

Lee Sang-Hwa vann gull, silfrið fór til hinnar rússnesku Olgu Fatkulina og Hollendingurinn Margot Boer tók bronsið. Þetta er fyrsta greinin í skautahlaupi á Ól í Sotsjí þar sem að gullið fer ekki til Hollands en hollenskir skautamenn og konur höfðu unnið þrjár fyrstu greinarnar.

Úrslitin komu þó alls ekki á óvart. Lee Sang-Hwa er 24 ára gömul og hefur verið í miklu stuði á tímabilinu þar sem að hún hefur unnið sjö heimsbikarmót.

Lee Sang-Hwa náði forystunni eftir fyrri ferðina og endaði á því að setja nýtt Ólympíumet með því að ná samanlögðum tíma upp á 74,70 sekúndur. Hún bætti með því met hinnar Kandadísku Catriona Le May Doan frá 2002. Lee á sjálf heimsmetið sem hún setti í fyrra.

Lee Sang-Hwa var 36 hundraðshlutum úr sekúndum á undan hinni rússnesku Olgu Fatkulina en þær voru með tvo bestu tímana í báðum ferðunum.

Lee Sang-Hwa er þriðja konan sem nær að verja Ólympíutitil sinn í þessari grein en hinar eru þær Catriona Le May Doan frá Kanada (1998-2002) og Bonnie Blair frá Bandaríkjunum (1988-1992-1994).

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×