Sport

Rússar sigruðu í fjögurra manna bobsleða

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rússneska liðið
Rússneska liðið Vísir/Getty
Rússland tryggði sér gull í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetararólympíuleikunum í Sochi rétt í þessu. Rússneska liðið var síðasta liðið í brautina og náðu toppsætinu af Lettum þegar þeir komu í mark á 55,39 sekúndu í seinni umferðinni.

Rússneska liðið var í toppsætinu fyrir seinni umferðina sem fór fram í dag og þrátt fyrir góðar tilraunir frá Lettum, Bandaríkjamönnum og Bretum sem náðu óvænt fimmta sætinu náðu þeir ekki að skáka heimaliðinu.

Rússar verða sigursælasta þjóðin á leikunum sem fara fram í Sochi í Rússlandi en þeir hafa alls unnið þrettán gullmedalíur á leikunum og er aðeins úrslitaleikurinn í íshokkí eftir.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 16

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en sextándi og síðasti keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×