Sport

Dujmovits skákaði Þjóðverjanum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Julia Dujmovits er Vetrarólympíumeistari í samhliða svigi kvenna en hún vann sigur á Anke Karstens frá Þýskalandi í úrslitaviðureign.

Baráttan um gullið var æsispennandi eins og vill verða í þessari íþrótt og vann sú austurríska með naumindum og fagnaði eðlilega vel að lokum.

Dujmovits er ríkjandi háskólaleikameistari í samhliða stórsvigi og silfurverðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í fyrra.

Það er hennar sterkari grein en nú gerði hún sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta Ólympíugull í samhliða svigi.

Þjóðverjar fengu tvenn verðlaun í kvennaflokki því Amelie Kober vann sigur á Corinna Boccacani frá Ítalíu í baráttunni um þriðja sætið.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 15

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fimmtándi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×