Körfubolti

Annað tap Njarðvíkur í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terrence Watson, leikmaður Hauka.
Terrence Watson, leikmaður Hauka. Vísir/Stefán
Haukar unnu góðan heimasigur á Njarðvík í kvöld og komust þar með upp í fimmta sæti Domino's-deildar karla.

Haukar unnu ellefu stiga sigur, 86-75, en staðan í hálfleik var jöfn, 44-44.

Haukar komust svo snemma yfir í síðari hálfleik og létu forystuna ekki af hendi aftur. Njarðvík hélt í við Haukana framan af en Haukar juku muninn jafnt og þétt eftir því sem leið á fjórða leikhlutann.

Emil Barja skilaði frábærum tölum í kvöld en hann var með þrefalda tvennu - þrettán stig, átján fráköst og ellefu stoðsendingar.

Haukar eru nú með 20 stig, rétt eins og Þór sem er í sjötta sætinu. Njarðvík er enn með 22 stig í fjórða sæti en þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem liðið tapar tveimur leikjum í röð í deildinni.

Njarðvík tapaði fyrir KR í síðustu umferð, 83-74.

Haukar-Njarðvík 86-75 (21-20, 23-24, 21-15, 21-16)

Haukar: Terrence Watson 20/10 fráköst, Emil Barja 13/18 fráköst/11 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 12/6 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10, Kári Jónsson 10/5 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 8, Svavar Páll Pálsson 5/5 fráköst.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 19/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 15/6 fráköst, Tracy Smith Jr. 13/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Ágúst Orrason 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×