Sport

Jóhann Þór: Snjórinn nokkuð mjúkur og blautur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Þór Hólmgrímsson ásamt nokkrum aðstoðarmönnum sem starfa við mótið í Sotsjí.
Jóhann Þór Hólmgrímsson ásamt nokkrum aðstoðarmönnum sem starfa við mótið í Sotsjí. Mynd/ÍF
Vetrarólympíumót fatlaðra verður ræst með látum á morgun en opnunarhátíðin fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Íslenski hópurinn verður sá sextándi sem gengur inn á Ólympíuvöllinn í Sotsjí en Íslendingar senda tvo keppendur til leiks.

Annar þeirra, JóhannÞórHólmgrímsson, er í viðtali á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra þar sem hann segist ánægður með aðstæður en hann æfði í fyrsta sinn í Sotsjí-brekkunni í morgun.

„Þetta er æðislegt, hef séð ýmsar aðstæður en snjórinn í brekkunum er nokkuð mjúkur og blautur. Það er langt í keppnina hjá okkur og það getur ýmislegt breyst á meðan en þessi fyrsta æfing var góð byrjun fyrir framhaldið,“ segir Jóhann Þór sem keppir í svigi og stórsvigi á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×