Sjö spurningum um Úkraínu svarað Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2014 17:02 VISIR/AFP Ástandið í Úkraínu hefur komið mörgum í opna skjöldu. Þó marga sérfræðinga í málefnum svæðisins grunaði að Rússar hefðu í huga að styrkja ítök sín í Svartahafi bjuggust fáir við því að það yrði gert með slíku offorsi. Mörgum spurningum er enn ósvarað en Vísir birtir hér svör við sjö slíkum um yfirstandandi átök og framtíð svæðisins. 1. Hvað er Pútín að hugsa? Fáir vita hvað vakir fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta þessa dagana. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í kjölfar samtals þeirra að forsetinn væri veruleikafirrtur en leiddar hafa verið líkur að nokkrum mögulegum ástæðum þess að Pútín hefur sent 16000 hermenn á Krímskagann að undaförnu:Niðurlæging. Fall Viktors Janúkóvtisj af forsetastóli var mikið reiðarslag fyrir Rússa og Pútín gæti hafa viljað sýna mátt sinn og megin. Forsetatíð Pútíns hefur einkennst af tilraunum til að bæta upp fyrir fyrri vonbrigði, til að mynda inngöngu margra fyrrum Sovétlanda í NATO sem lagðist illa í rússneska ráðamenn.Draga úr áhrifum úkraínsku byltingarinnar til að koma í veg fyrir eina slíka heima fyrir. Senda skýr skilaboð til rússnesku þjóðarinnar að „ef þú ríst upp þá verða þetta afleiðingarnar; fullkomin ringulreið og borgarastyrjöld.“Styrkja stöðu sína gegn nýrri ríkisstjórn Úkraínu með ögrunum sem þessum.Svar við ögrunum vesturlanda. Pútín hefur fulla trú á því að byltingin í Úkraínu hafi verið skipulögð af vesturveldunum til að koma frá völdum lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn sem horfði frekar til austurs en vesturs. Pútín vill koma í veg fyrir að Úkraína leiti frekar á náðir Evrópusambandsins en Rússlands og vill því með öllum ráðum koma á stjórnarmeirihluta sem svipar til þess sem var við völd fyrir byltinguna.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afp2. Hvað gerir Pútín næst? Leiddar hafa verið líkur að því að Vladímír Pútín láti sér ekki Krímskagann nægja og hyggist innlima fleiri svæði í Úkraínu, aðalega austurhlutann sem er hliðhollur Rússum. Hvernig slíkri innlimun yrði hrint í framkvæmd án eiginlegra innrásar er erfitt að segja þó færð hafa verið rök fyrir því að fjöldi rússneskra hermanna sem fyrir eru í Úkraínu megi flokka sem innrásarher. 3. Hvernig munu Vesturlönd bregðast við? Það er í raun fremur fátt sem Vesturveldin geta tekið til bragðs. Rússland er stórt land með stóran her, fjölda kjarnorkuvopna og sér Evrópu fyrir bróðurparti orku sinnar. Því kann ekki góðri lukku stýra að espa stórveldið í austri til reiði. Ýmis G8 ríki hafa hótað viðskiptaþvingunum gegn Rússum sem Pútín svaraði fullum hálsi á fréttamannafundi í morgun. Slíkar hótanir eru táknrænar frekar en nokkuð annað og munu líklega hafa minni áhrif í fyllingu tímans en vonir standa til. 4. Mun ástandið á Krímskaga þróast eins og í Suður-Ossetíu? Margir hafa borið saman ástandið á Krímskaga við atburðina í 2008 þegar Georgía og Rússland börðust um Suður-Ossetíu. Þessi tvö dæmi eru þó ekki alveg sambærileg í ljósi þess að á Krímskaga er engin viðlíka forsenda fyrir innrás Rússa og var í Suður-Ossetíu. Í kjölfar árása Georgíubúa á svæðið sáu rússnesk yfirvöld sig knúin til að skerast í leikinn. Úkraína hefur ekkert ögrað Rússlandi í þessu máli og því er allt tal um að Rússar þurfi að verja sig og hagsmuni þegna sinna algjörlega úr lausu lofti gripar. Engum dylst heldur að mikilvægi Krímskagans lætur Suður-Ossetíu líta agnarsmáa út í samanburði. 5. Hver verða næstu skref Úkraínumanna sem hliðhollir eru Rússum? Þó margir íbúar Austur-Úkraínu líti á sig sem Rússa þá eru fá teikn á lofti um það að þeir vilji ganga Rússlandi á hönd. Einnig verður að teljast ólíklegt að hérðastjórar í Austur-Úkraínu myndu vilja verða hluti af hítinni sem rússnesk stjórnsýsla er. Þeir hafa umtalsverð völd í Úkraínu og tilhugsunin um að verða undirmenn manns sem kann að takast á við óstýrláta undirtyllur er óhugnanleg.Úkraínskir hermenn fylgjast með rússnesku herskipi sigla frá höfninni í Sevostópól.víisr/afp6. Hver mun koma gjaldþrota Úkraínu til bjargar? Úkraína þarf um 35 milljarða dollara, tæplega 4000 milljarða íslenskra króna til að fara ekki í þrot. Rússar hafa afturkallað tilboð sitt um 15 milljarða dollara aðstoð í kjölfar brotthvarfs Viktors Janúkóvitsj og því þurfa Úkraínumenn að finna nýja bakhjarla, og sem fyrst. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst ætla að aðstoða Úkraínu að standa við skammtímaskuldbindingar sínar en Vesturveldin forðast sem stendur að svara spurningunni. Það er erfitt að sjá hvernig málin munu þróast á næstunni og því óráðlegt að koma með of stórar yfirlýsingar á þessari stundu. Það einfaldasta í stöðunni fyrir Pútín væri að bíða og sjá hvernig Vestrænar þjóðir hyggjast taka á vandanum. Hann gæti því næst stigið inn og sagt; „Evrópa hefur brugðist ykkur, hér kem ég til aðstoðar og ég ber hag ykkar fyrir brjósti,“ og þannig styrkt stöðu sína rækilega á svæðinu. 7. Af hverju stafar mesta ógnin?Margir telja óvissuna sem ríkir um framtíð svæðisins og taugaveiklunina sem henni fylgir helstu ógnina sem vinna þurfi bug á. Í Úkraínu þrífast margir velvopnaðar skæruliðahópar sem eru annars vegar þjóðernissinnaðir og hins vegar hliðhollir Rússum og það má ekki mikið útaf bregða til að allt leysist upp í átök. Hópar þjóðernissinna steyptu Janúkóvitsj af stóli og þeir hafa alla burði til að valda miklum usla í austurhluta Úkraínu. Rússneskumælandi stjórnendur í Austur-Úkraínu myndu eflaust leita á náðar Pútíns eftir aðstoð og ástandið gæti því fljótt orðið eldfimt. Nánar má glöggva sig á vangaveltum sem þessum á vefsíðu CBC. Georgía Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29 Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05 Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12 Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Utanríkisráðherra vonar að Rússar standi við orð sendiherra Rússlands um friðsamlega lausn í Úkraínu. Mikilvægt sé að að frjálsar kosningar fari fram í landinu. 3. mars 2014 20:00 Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ 4. mars 2014 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ástandið í Úkraínu hefur komið mörgum í opna skjöldu. Þó marga sérfræðinga í málefnum svæðisins grunaði að Rússar hefðu í huga að styrkja ítök sín í Svartahafi bjuggust fáir við því að það yrði gert með slíku offorsi. Mörgum spurningum er enn ósvarað en Vísir birtir hér svör við sjö slíkum um yfirstandandi átök og framtíð svæðisins. 1. Hvað er Pútín að hugsa? Fáir vita hvað vakir fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta þessa dagana. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í kjölfar samtals þeirra að forsetinn væri veruleikafirrtur en leiddar hafa verið líkur að nokkrum mögulegum ástæðum þess að Pútín hefur sent 16000 hermenn á Krímskagann að undaförnu:Niðurlæging. Fall Viktors Janúkóvtisj af forsetastóli var mikið reiðarslag fyrir Rússa og Pútín gæti hafa viljað sýna mátt sinn og megin. Forsetatíð Pútíns hefur einkennst af tilraunum til að bæta upp fyrir fyrri vonbrigði, til að mynda inngöngu margra fyrrum Sovétlanda í NATO sem lagðist illa í rússneska ráðamenn.Draga úr áhrifum úkraínsku byltingarinnar til að koma í veg fyrir eina slíka heima fyrir. Senda skýr skilaboð til rússnesku þjóðarinnar að „ef þú ríst upp þá verða þetta afleiðingarnar; fullkomin ringulreið og borgarastyrjöld.“Styrkja stöðu sína gegn nýrri ríkisstjórn Úkraínu með ögrunum sem þessum.Svar við ögrunum vesturlanda. Pútín hefur fulla trú á því að byltingin í Úkraínu hafi verið skipulögð af vesturveldunum til að koma frá völdum lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn sem horfði frekar til austurs en vesturs. Pútín vill koma í veg fyrir að Úkraína leiti frekar á náðir Evrópusambandsins en Rússlands og vill því með öllum ráðum koma á stjórnarmeirihluta sem svipar til þess sem var við völd fyrir byltinguna.Vladímír Pútín, forseti Rússlands.vísir/afp2. Hvað gerir Pútín næst? Leiddar hafa verið líkur að því að Vladímír Pútín láti sér ekki Krímskagann nægja og hyggist innlima fleiri svæði í Úkraínu, aðalega austurhlutann sem er hliðhollur Rússum. Hvernig slíkri innlimun yrði hrint í framkvæmd án eiginlegra innrásar er erfitt að segja þó færð hafa verið rök fyrir því að fjöldi rússneskra hermanna sem fyrir eru í Úkraínu megi flokka sem innrásarher. 3. Hvernig munu Vesturlönd bregðast við? Það er í raun fremur fátt sem Vesturveldin geta tekið til bragðs. Rússland er stórt land með stóran her, fjölda kjarnorkuvopna og sér Evrópu fyrir bróðurparti orku sinnar. Því kann ekki góðri lukku stýra að espa stórveldið í austri til reiði. Ýmis G8 ríki hafa hótað viðskiptaþvingunum gegn Rússum sem Pútín svaraði fullum hálsi á fréttamannafundi í morgun. Slíkar hótanir eru táknrænar frekar en nokkuð annað og munu líklega hafa minni áhrif í fyllingu tímans en vonir standa til. 4. Mun ástandið á Krímskaga þróast eins og í Suður-Ossetíu? Margir hafa borið saman ástandið á Krímskaga við atburðina í 2008 þegar Georgía og Rússland börðust um Suður-Ossetíu. Þessi tvö dæmi eru þó ekki alveg sambærileg í ljósi þess að á Krímskaga er engin viðlíka forsenda fyrir innrás Rússa og var í Suður-Ossetíu. Í kjölfar árása Georgíubúa á svæðið sáu rússnesk yfirvöld sig knúin til að skerast í leikinn. Úkraína hefur ekkert ögrað Rússlandi í þessu máli og því er allt tal um að Rússar þurfi að verja sig og hagsmuni þegna sinna algjörlega úr lausu lofti gripar. Engum dylst heldur að mikilvægi Krímskagans lætur Suður-Ossetíu líta agnarsmáa út í samanburði. 5. Hver verða næstu skref Úkraínumanna sem hliðhollir eru Rússum? Þó margir íbúar Austur-Úkraínu líti á sig sem Rússa þá eru fá teikn á lofti um það að þeir vilji ganga Rússlandi á hönd. Einnig verður að teljast ólíklegt að hérðastjórar í Austur-Úkraínu myndu vilja verða hluti af hítinni sem rússnesk stjórnsýsla er. Þeir hafa umtalsverð völd í Úkraínu og tilhugsunin um að verða undirmenn manns sem kann að takast á við óstýrláta undirtyllur er óhugnanleg.Úkraínskir hermenn fylgjast með rússnesku herskipi sigla frá höfninni í Sevostópól.víisr/afp6. Hver mun koma gjaldþrota Úkraínu til bjargar? Úkraína þarf um 35 milljarða dollara, tæplega 4000 milljarða íslenskra króna til að fara ekki í þrot. Rússar hafa afturkallað tilboð sitt um 15 milljarða dollara aðstoð í kjölfar brotthvarfs Viktors Janúkóvitsj og því þurfa Úkraínumenn að finna nýja bakhjarla, og sem fyrst. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst ætla að aðstoða Úkraínu að standa við skammtímaskuldbindingar sínar en Vesturveldin forðast sem stendur að svara spurningunni. Það er erfitt að sjá hvernig málin munu þróast á næstunni og því óráðlegt að koma með of stórar yfirlýsingar á þessari stundu. Það einfaldasta í stöðunni fyrir Pútín væri að bíða og sjá hvernig Vestrænar þjóðir hyggjast taka á vandanum. Hann gæti því næst stigið inn og sagt; „Evrópa hefur brugðist ykkur, hér kem ég til aðstoðar og ég ber hag ykkar fyrir brjósti,“ og þannig styrkt stöðu sína rækilega á svæðinu. 7. Af hverju stafar mesta ógnin?Margir telja óvissuna sem ríkir um framtíð svæðisins og taugaveiklunina sem henni fylgir helstu ógnina sem vinna þurfi bug á. Í Úkraínu þrífast margir velvopnaðar skæruliðahópar sem eru annars vegar þjóðernissinnaðir og hins vegar hliðhollir Rússum og það má ekki mikið útaf bregða til að allt leysist upp í átök. Hópar þjóðernissinna steyptu Janúkóvitsj af stóli og þeir hafa alla burði til að valda miklum usla í austurhluta Úkraínu. Rússneskumælandi stjórnendur í Austur-Úkraínu myndu eflaust leita á náðar Pútíns eftir aðstoð og ástandið gæti því fljótt orðið eldfimt. Nánar má glöggva sig á vangaveltum sem þessum á vefsíðu CBC.
Georgía Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29 Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05 Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12 Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Utanríkisráðherra vonar að Rússar standi við orð sendiherra Rússlands um friðsamlega lausn í Úkraínu. Mikilvægt sé að að frjálsar kosningar fari fram í landinu. 3. mars 2014 20:00 Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ 4. mars 2014 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30
Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29
Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05
Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12
Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Utanríkisráðherra vonar að Rússar standi við orð sendiherra Rússlands um friðsamlega lausn í Úkraínu. Mikilvægt sé að að frjálsar kosningar fari fram í landinu. 3. mars 2014 20:00
Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ 4. mars 2014 11:09