Baumruk-feðgar nú báðir bikarmeistarar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2014 08:00 Petr Baumruk og Adam Haukur Baumruk með bikarmeistaratitilinn í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Daníel „Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00
Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00
Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti