Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 10:48 VISIR/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist efast um að Vladímír Pútín Rússlandsforseti sé í tengslum við raunveruleikann.Þetta er haft eftir henni í viðtali við New York Times í kjölfar símtals hennar við Pútín í gær.„Hann er í öðrum heimi,“ sagði kanslarinn meðal annars. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu og búist er við harðorðri yfirlýsingu um framferði Rússa frá NATO innan skamms. Leiðtogar Vesturheims eru þó ósamstíga þegar kemur að mögulegum aðgerðum gegn Rússum en John Kerry lýsti því yfir í gær að hann færi fram á viðskiptaþvinganir við Rússa, eitthvað sem Þjóðverjar hafa ekki geta fallist á fram til þessa. Leiðtogar G-7 ríkjanna, helstu iðnríkja heimsins, hafa opinberað að þau munu ekki taka þátt í undirbúningi fyrirhugaðrar ráðstefnu ríkjanna í Sotsjí í sumar að öllu óbreyttu. Rússland er aðili að G-8 samráðsvettvangnum en hin ríkin sjö hafa látið í veðri vaka að Rússum verði bolað þaðan út í ljósi framferðis þeirra undanfarnar vikur. Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist efast um að Vladímír Pútín Rússlandsforseti sé í tengslum við raunveruleikann.Þetta er haft eftir henni í viðtali við New York Times í kjölfar símtals hennar við Pútín í gær.„Hann er í öðrum heimi,“ sagði kanslarinn meðal annars. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu og búist er við harðorðri yfirlýsingu um framferði Rússa frá NATO innan skamms. Leiðtogar Vesturheims eru þó ósamstíga þegar kemur að mögulegum aðgerðum gegn Rússum en John Kerry lýsti því yfir í gær að hann færi fram á viðskiptaþvinganir við Rússa, eitthvað sem Þjóðverjar hafa ekki geta fallist á fram til þessa. Leiðtogar G-7 ríkjanna, helstu iðnríkja heimsins, hafa opinberað að þau munu ekki taka þátt í undirbúningi fyrirhugaðrar ráðstefnu ríkjanna í Sotsjí í sumar að öllu óbreyttu. Rússland er aðili að G-8 samráðsvettvangnum en hin ríkin sjö hafa látið í veðri vaka að Rússum verði bolað þaðan út í ljósi framferðis þeirra undanfarnar vikur.
Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34