ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Óli Kristján Ármannsson og Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2014 07:00 Í Kænugarði þar sem mótmælin beinast að þessu sinni gegn Rússum. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi. Úkraína Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi.
Úkraína Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira