Brottfall nemenda stóreykst í verkfalli Snærós Sindradóttir skrifar 19. mars 2014 09:13 Heimavist Menntaskólans á Ísafirði stendur nærri auð í verkfalli framhaldsskólakennara VÍSIR/Pjetur Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01
Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00