Brottfall nemenda stóreykst í verkfalli Snærós Sindradóttir skrifar 19. mars 2014 09:13 Heimavist Menntaskólans á Ísafirði stendur nærri auð í verkfalli framhaldsskólakennara VÍSIR/Pjetur Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01
Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent