"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Hrund Þórsdóttir skrifar 17. mars 2014 18:53 Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“ Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00