Segir þjóðina ekki tilbúna í þessa vegferð með ríkisstjórninni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 15:08 Bæjarstjórn Kópavogs skorar á ríkisstjórnina að slíta ekki viðræðum. visir/samsett „Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins." ESB-málið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins."
ESB-málið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira