Sport

Erna endaði í níunda í sviginu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erna Friðriksdóttir á fullri ferð niður brekkuna í dag.
Erna Friðriksdóttir á fullri ferð niður brekkuna í dag. Vísir/Getty
Erna Friðriksdóttir varð níunda í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí í Rúslandi í dag.

Hún var með níunda besta tímann af þeim níu keppendum sem hófu leik í seinni ferðinni en tveir heltust úr lestinni í fyrri ferðinni, þar á meðal forystusauðurinn AnnaSchaffelhuber sem var dæmd úr leik.

Erna byrjaði seinni ferðina illa efst í brekkunni en náði sér fljótt á strik og kom í mark á 1:36,89 mínútum en samanlagður tími hennar var 3:10,30 mínútur.

Hún var rétt tæpum 56 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Önnu-LenuForster frá Þýskalandi. KimberlyJoines frá Kanada fékk silfur og LaurieStephens frá Bandaríkjunum hlaut bronsið.


Tengdar fréttir

Erna: Mjög góð tilfinning

Erna Friðriksdóttir var ánægð eftir fyrri ferðina í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumótinu í Sotsjí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×