14 slökkvilið aldrei skilað inn brunavarnaáætlun Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2014 08:48 Án brunavarnaáætlunar er hvergi kortlagt hvort slökkvilið geti uppfyllt lögbundnar skyldur sínar. Svo á við um 14 af 37. Fréttablaðið/Hari Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira