Mega kynleiðréttir íþróttamenn keppa í sínum flokki hér á landi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 18:30 Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira