Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2014 18:01 Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira