Á að stytta stúdentsprófið? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2014 13:42 Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám. Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám.
Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira