Handbolti

Patrekur: Ekkert að því að prófa skotklukku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrekur Jóhannesson er opinn fyrir hugmyndinni.
Patrekur Jóhannesson er opinn fyrir hugmyndinni. Vísir/EPA
„Það er ekkert að því að prófa skotklukku í einhverjum mótum, eins og til dæmis á undirbúningstímabilinu,“ segir PatrekurJóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska landsliðsins í handbolta, í samtali við Handball-Planet.com.

Skotklukka er eitthvað sem margir telja að handboltann vanti og hafa AlfreðGíslason, Guðmundur Guðmundsson og LinoCervar, fyrrverandi þjálfari Króatíu, verið opnir fyrir þeirri hugmynd.

„Við þurfum að prófa þetta fyrir deildakeppninnar og ræða svo málin. Við þurfum að sjá hvernig þetta kemur út. Það má prófa þetta í æfingaleikjum og síðan geta leikmenn þjálfarar og aðrir sem tengjast handboltanum farið yfir þetta. Þaðverða 70-80 prósent af handboltaheiminum að prófa skotklukku áður en við getum innleitt hana í leikinn,“ segir Patrekur sem sér vissulega kosti þess að hafa skotklukku - og líka gallana.

„Það jákvæða er að reglurnar yrðu mun skýrari og dómararnir taka ekki ákvörðun um hversu langar sóknirnar eru. Það neikvæða er að sóknarleikurinn yrði minna skipulagður og gæðin minni. Það gerist stundum að dómararnir gefa liðum mismunandi langan tíma. Við þurfum bara að sjá hvernig þetta virkar,“ segir Patrekur Jóhannesson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×