Rússar vilja losna við Visa og Mastercard Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 10:22 Rússneskur hraðbanki. Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira