Viljum við nýta okkur beint lýðræði við úthlutun styrkja í sveitarfélögunum? María Grétarsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:21 Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun