Körfubolti

Kröftug mótmæli Þorleifs á hækjunum | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik liðsins gegn Þór í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi átti Þorleifur sitt hvað ósagt við Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiksins, sem gaf fyrirliðanum brottrekstrarvillu.

Þorleifur var þá kominn úr Grindavíkurbúningnum þar sem hann hafði farið meiddur af velli í fyrsta leikhluta. Óttast er að hann hafi slitið krossband í hné en nánast öruggt er að hann spili ekkert meira á tímabilinu.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, vandaði dómaratríóinu ekki kveðjurnar eftir leikinn í samtali við Vísi.

„Þetta var bara hálfgerður skrípaleikur hjá þeim, endalausar villur og mér fannst þetta bara detta út í vitleysu. Mér sýndist Þórsararnir ekki heldur vera sáttir við þá. En staðan er bara 1-1 í þessu einvígi þó það hafi mikið gengið á. Nú þurfum við bara að huga að næsta leik á fimmtudaginn." bætti Sverrir við að lokum.


Tengdar fréttir

Ívar: Njótum engrar virðingar hjá dómurum

"Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×