Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 24. mars 2014 16:37 Marvin og félagar fagna í leikslok. Vísir/daníel Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. Keflvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og skoruðu fyrstu fimm stig leiksins, en Stjörnumenn unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn ekki síst fyrir tilstuðlan Marvins Valdimarssonar. Hann átti frábæran fyrri hálfleik; skoraði 13 stig, tók sex fráköst og setti þrjú af fjórum þriggja stiga skotum sínum niður. Staðan var jöfn, 19-19, að fyrsta leikhluta loknum, en Stjarnan tók völdin í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stigum. Það var góður taktur sóknarleik heimamanna, flotið á boltanum var gott og Stjörnumenn voru duglegir að finna hvorn annan í góðum færum. Justin Shouse komst æ betur inn í leikinn og varamenn Stjörnunnar voru að skila mikilvægu framlagi. Líkt og í fyrri leiknum voru Keflvíkingar að hitta afleitlega fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik, eða aðeins 27%. Michael Craion var auk þess með rólegasta móti, en það var helst Darrel Lewis sem komst eitthvað áleiðis í sókninni. Hann skoraði 13 stig í hálfleiknum og var stigahæstur gestanna. Staðan í hálfleik var 46-32 og því ljóst að Keflvíkingar ættu ærið verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik. Ekki virtist hálfleiksræða Andys Johnston, þjálfara Keflavíkur, hafa tilætluð mikil áhrif því hans menn voru álíka sofandi í þriðja leikhluta og þeir höfðu verið seinni hluta fyrri hálfleiks. Stjarnan hélt sínu striki og ef ekki hefði verið fyrir frábæran leikkafla hjá Craion hefði leikurinn sennilega verið búinn eftir þriðja leikhluta. Að honum loknum var munurinn enn 14 stig. Keflvíkingar náðu ágætis áhlaupi í lokaleikhlutanum ekki síst vegna framlags Vals Orra Valssonar sem skoraði 16 stig í leikhlutanum. Gestirnir náðu þó aldrei virkilega að þjarma að Stjörnunni, sem landaði að lokum níu stiga sigri, 98-89. Leikur Stjörnunnar var góður og sigurinn sanngjarn. Teitur Örlygsson dreifði álaginu vel og margir leikmenn voru að spila vel. Marvin átti, sem áður sagði, frábæran leik; skoraði 22 stig, tók sjö fráköst og setti fimm af sex þriggja stiga skotum sínum niður. Shouse spilaði einnig stórvel; skoraði 28 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þá skilaði Jón Sverrisson mikilvægu framlagi af bekknum líkt og í síðasta leik. Lewis var bestur Keflvíkinga ásamt Vali Orra, en of margir leikmanna liðsins voru að spila undir getu. Magnús Þór Gunnarsson skoraði t.a.m. sína fyrstu og einu körfu utan af velli þegar mínúta lifði leiks. Hann þarf að spila betur ef Keflavík ætlar ekki að fara í sumarfrí á föstudaginn kemur. Keflvíkingar hafa komið sér ofan í ansi djúpa holu og þurfa að spila miklu mun betur - sérstaklega varnarlega - í næsta leik ef þeir ætla sér að koma sér upp úr henni. Stjarnan hefur hins vegar þrjá leiki til að tryggja sér sigurinn í einvíginu. Næsti leikur liðanna fer fram á föstudaginn í Keflavík.vísir/daníelMarvin Valdimarsson: Auðvelt að hitta þegar maður fær opin skot "Það gekk ansi vel í dag, við spiluðum heilt yfir sterkan leik, sóknar- og varnarlega," sagði Marvin Valdimarsson að leik loknum en hann átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. "Heilt yfir var þetta góður körfubolti og ég held að þeir hafi aldrei átt séns í dag." Staðan var jöfn að loknum fyrsta leikhluta, en Stjarnan tók völdin í öðrum leikhluta. "Við áttum alveg annan leikhluta. Þeir komu aðeins til baka í fjórða leikhluta, en þetta var í raun aldrei í hættu." Marvin gat leyft að vera ánægður með eigin frammistöðu í leiknum. "Ég fann mig ágætlega, sérstaklega fyrstu þrjá leikhlutana. Það er auðvelt að hitta þegar maður fær opin skot." Aðspurður um leikinn á föstudaginn sagði Marvin: "Þeir (Keflvíkingar) mæta að sjálfsögðu brjálaðir. Þetta verður stríð og það verður allt lagt undir. Við þurfum að vera klárir í þann bardaga."vísir/daníelGunnar Stefánsson: Við gerðum þetta 2008 "Það var eiginlega bara allt sem var að klikka í kvöld, bæði varnar- og sóknarlega. Varnarlega kannski helst; að fá á sig 98 stig er ekki ásættanlegt fyrir Keflavíkurliðið," sagði Gunnar Stefánsson aðstoðarþjálfari Keflavíkur eftir leikinn. "Fyrst og síðast var varnarleikurinn lélegur og sóknarleikurinn helst til of staður." Keflvíkingar eru komnir 2-0 undir í einvíginu og þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð til að komast áfram í undanúrslit. "Nú þarf serían að snúast okkur í hag. Við ætlum að koma henni í fimm leiki og vinna þetta. Það er ekkert sem heitir," sagði Gunnar. Keflavík kom síðast til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi árið 2008, gegn ÍR í undanúrslitum. "Við gerðum þetta 2008 og væri ekki fínt að gera þetta aftur sex árum seinna og vera fyrsta liðið til að gera þetta í átta liða úrslitum", sagði Gunnar að lokum.Stjarnan-Keflavík 98-89 (19-19, 27-13, 24-24, 28-33)Stjarnan: Justin Shouse 28/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/7 fráköst, Matthew James Hairston 11/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Sæmundur Valdimarsson 5, Fannar Freyr Helgason 4, Sigurður Dagur Sturluson 3, Daði Lár Jónsson 1, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Keflavík: Darrel Keith Lewis 30/7 fráköst, Valur Orri Valsson 19, Michael Craion 18/13 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Magnús Þór Gunnarsson 7, Arnar Freyr Jónsson 7/7 stoðsendingar, Aron Freyr Kristjánsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0/5 stoðsendingar, Birkir Örn Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.Leik lokið | 98-89 | Shouse skorar síðustu stig leiksins. Níu stiga sigur Stjörnunnar staðreynd.40. mín | 95-87 | Magnús Þór fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að hrinda Shouse. Stuðningsmenn Stjörnunnar láta Keflvíkinginn heyra það.40. mín | 94-87 | Leikhlé. Sjö stiga munur og 21 sekúnda eftir af leiknum.40. mín | 92-84 | Átta stiga munur og hálf mínúta eftir. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef Keflvíkingar eiga að snúa taflinu sér í vil.39. mín | 92-84 | Munurinn er kominn undir tíu stig og Keflavík er með boltann. Magnús Þór með sína fyrstu körfu utan af velli. Þegar mínúta er eftir!38. mín | 90-77 | Lewis minnkar muninn í 12 stig. Hann er kominn með 28 stig og sjö fráköst.37. mín | 88-73 | Marvin bætir enn stigaskor sitt í leiknum með þriggja stiga sókn. Hann er kominn með 22 stig.36. mín | 84-69 | Leikhlé. 15 stiga munur og tæpar fimm mínútur eftir. Valur Orri hefur séð um stigaskorið hjá Keflvíkingum síðustu mínúturnar. Hann er kominn með 14 stig.33. mín | 79-60 | Sæmundur Valdimarsson með körfu. Jón Sverrisson setti rétt áðan tvö vítaskot niður. Hann er búinn að skila mikilvægu framlagi líkt og í fyrri leiknum. Jón er kominn með tíu stig og sjö fráköst.31. mín | 73-56 | Shouse skorar og bætir svo stigi við af vítalínunni. Guðmundur Jónsson er sá eini sem er í teljandi villuvandræðum - hann er kominn með fjórar.Þriðja leikhluta lokið | 70-56 | Shouse lokar hálfleiknum með því að setja niður víti. Áður höfðu Keflvíkingar skorað fimm stig í röð.29. mín | 69-51 | Leikhlé. 18 stiga munur. Shouse kominn með fjögur stig í röð og 21 alls. Craion heldur Keflvíkingum enn inni í leiknum.28. mín | 63-49 | Craion tekur sóknarfrákast og skorar. Munurinn 14 stig. Þriggja stiga nýting gestanna er afleit; 24%. Stjarnan er hins vegar með góða nýtingu; 43%.26. mín | 61-47 | Magnús Þór setur tvö víti niður eftir að Shouse fékk tæknivillu. Craion er búinn að tvöfalda stigaskor sitt frá því í fyrri hálfleik og er kominn með 16 stig, auk átta frákasta.24. mín | 59-43 | Craion setur tvö víti niður. Marvin heldur áfram að eiga stórleik og setti áðan sinn fimmta þrist niður.22. mín | 54-36 | 18 stiga munur eftir tvo þrista frá Marvin og Shouse. Andy Johnston tekur leikhlé. Leikurinn er að fara frá Keflvíkingum.Seinni hálfleikur hafinn | 46-32 | Sjáum hvað Keflvíkingar gera.Hálfleikur | Það er enginn vallarþulur á landinu sem talar jafn mikið um mat og annars ágætur vallarþulur Stjörnunnar. Hann hefur líklega fagnað manna mest þegar Dominos gerðist aðal styrktaraðili deildarinnar.Fyrri hálfleik lokið | 46-32 | Shouse klárar fyrri hálfleikinn með þriggja stiga körfu. Stjörnumenn fara til búningsherbergja með 14 stiga forystu. Keflvíkingar þurfa að bæta leik sinn til mikilla muna ef þeir ætla að vinna vel stemmt Stjörnulið sem er búið að spila virkilega vel í fyrri hálfleik.20. mín | 41-32 | Leikhlé. Magnús Þór skoraði áðan sín fyrstu stig af vítalínunni og fékk svo dæmdan á sig ruðning.19. mín | 39-30 | Shouse er á vítalínunni. Marvin og Lewis eru stigahæstir liðanna með 13 stig hvor. Craion er aðeins kominn með þrjú stig í leikhlutanum.18. mín | 36-28 | Craion setti annað af tveimur vítum niður. Marvin setti áðan niður þrist eftir frábæra boltahreyfingu hjá Stjörnunni. Keflvíkingar þurfa framlag frá fleirum en Lewis í sókninni.16. mín | 31-25 | Leikhlé. Stjörnumenn eru búnir að vera, að því er virðist, heila eilífð í sókn; Marvin tók tvö sóknarfráköst. Hann er kominn með sjö stig og fimm fráköst.15. mín |26-22 | Arnar Freyr með þrist, en Shouse svarar með öðrum slíkum. Áður skoraði Hairston glæsilega flautukörfu, hljóp svo til baka og varði skot frá Guðmundi. Áhorfendur Stjörnumegin voru eðlilega ánægðir með þá tilburði.12. mín | 24-19 | Hairston skoraði fyrstu stig leikhlutans og Sæmundur Valdimarsson bætti þristi við. Varamenn Keflvíkinga ekki enn komnir á blað.1. leikhluta lokið | 19-19 | Lewis skoraði fimm síðustu stig leikhlutans og jafnaði leikinn. Sigurður Dagur Sturluson skoraði áður sína fyrstu þriggja stiga körfu.9. mín |16-12 | Hairston kemur Stjörnunni yfir með sinni fyrstu körfu og Shouse bætir tveimur stigum við.6. mín | 7-8 | Darrel Lewis setur tvö víti niður. Guðmundur skoraði áðan þriggja stiga körfu fyrir Keflavík, en Marvin svaraði að bragði. Hann er eini Stjörnumaðurinn sem er kominn á blað.5. mín | 5-5 | Marvin Valdimarsson skorar fyrstu stig Stjörnunnar af vítalínunni og bætir svo þristi við og jafnar leikinn.3. mín | 0-5 | Hairston kastar boltanum yfir spjaldið í ágætis færi. Stjarnan ekki enn komin á blað. Valur Orri Valsson er kominn inn á hjá gestunum.2. mín | 0-3 | Craion skorar fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga sókn.1. leikhluti hafinn | 0-0 | Hefðbundin byrjunarlið hjá liðunum.Fyrir leik: Andy Johnston er kominn aftur á bekkinn hjá Keflvíkingum, en hann tók út leikbann í síðasta leik.Fyrir leik: Dómgæslan hér í kvöld verður í höndum þeirra Sigmundar Más Herbertssonar, Rögnvaldar Hreiðarssonar og Davíðs Tómasar Tómassonar.Fyrir leik: Þrátt fyrir að tapa leiknum á föstudag, töpuðu Keflvíkingar boltanum aðeins fimm sinnum í öllum leiknum, sem telst afbragðs góð tölfræði. Á meðan voru Stjörnumenn með 16 tapaða bolta í leiknum.Fyrir leik: Stjarnan vann frákastabaráttuna í leiknum í Keflavík, 48-37.Fyrir leik: Í leiknum á föstudaginn tóku Keflvíkingar fleiri þriggja (39), en tveggja stiga skot (38), og hittu illa úr þeim, eða aðeins 28%. Til samanburðar, þá tók Keflavík um 28 þriggja skot að meðaltali í leik í vetur. Jafn góð þriggja stiga skytta og Guðmundur Jónsson (42% í vetur) setti t.a.m. aðeins eitt af tíu þriggja stiga skotum sínum niður í leiknum í Keflavík. Jón Norðdal Hafsteinsson, sem stjórnaði liði Keflavíkur í leiknum á föstudaginn ásamt Fali Harðarsyni, sagði í samtali við undirritaðan eftir leikinn í TM höllinni að skotval hans manna hefði ekki verið nógu gott og að þeir hefðu tekið of mörg þriggja stiga skot í leiknum. Það er því spurning hvort við sjáum Keflvíkinga sækja meira á körfuna í kvöld, en í fyrsta leiknum.Fyrir leik: Michael Craion var, eins og svo oft áður, atkvæðamestur Keflvíkinga í TM höllinni, með 28 stig, 17 fráköst og heil 41 framlagsstig. Justin Shouse skoraði mest fyrir Stjörnuna, 28 stig og gaf auk þess átta stoðsendingar. Þá skoraði Matthew Hairston 17 stig og tók 17 fráköst fyrir Garðbæinga.Fyrir leik: Sem kunnugt er vann Stjarnan fyrri leikinn 87-81 í TM höllinni í Keflavík. Gestirnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.Fyrir leik: Velkomin til leiks með okkur á Vísi en hér verður fylgst með stórleik Stjörnunnar og Keflavíkur. Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. Keflvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og skoruðu fyrstu fimm stig leiksins, en Stjörnumenn unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn ekki síst fyrir tilstuðlan Marvins Valdimarssonar. Hann átti frábæran fyrri hálfleik; skoraði 13 stig, tók sex fráköst og setti þrjú af fjórum þriggja stiga skotum sínum niður. Staðan var jöfn, 19-19, að fyrsta leikhluta loknum, en Stjarnan tók völdin í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stigum. Það var góður taktur sóknarleik heimamanna, flotið á boltanum var gott og Stjörnumenn voru duglegir að finna hvorn annan í góðum færum. Justin Shouse komst æ betur inn í leikinn og varamenn Stjörnunnar voru að skila mikilvægu framlagi. Líkt og í fyrri leiknum voru Keflvíkingar að hitta afleitlega fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik, eða aðeins 27%. Michael Craion var auk þess með rólegasta móti, en það var helst Darrel Lewis sem komst eitthvað áleiðis í sókninni. Hann skoraði 13 stig í hálfleiknum og var stigahæstur gestanna. Staðan í hálfleik var 46-32 og því ljóst að Keflvíkingar ættu ærið verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik. Ekki virtist hálfleiksræða Andys Johnston, þjálfara Keflavíkur, hafa tilætluð mikil áhrif því hans menn voru álíka sofandi í þriðja leikhluta og þeir höfðu verið seinni hluta fyrri hálfleiks. Stjarnan hélt sínu striki og ef ekki hefði verið fyrir frábæran leikkafla hjá Craion hefði leikurinn sennilega verið búinn eftir þriðja leikhluta. Að honum loknum var munurinn enn 14 stig. Keflvíkingar náðu ágætis áhlaupi í lokaleikhlutanum ekki síst vegna framlags Vals Orra Valssonar sem skoraði 16 stig í leikhlutanum. Gestirnir náðu þó aldrei virkilega að þjarma að Stjörnunni, sem landaði að lokum níu stiga sigri, 98-89. Leikur Stjörnunnar var góður og sigurinn sanngjarn. Teitur Örlygsson dreifði álaginu vel og margir leikmenn voru að spila vel. Marvin átti, sem áður sagði, frábæran leik; skoraði 22 stig, tók sjö fráköst og setti fimm af sex þriggja stiga skotum sínum niður. Shouse spilaði einnig stórvel; skoraði 28 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þá skilaði Jón Sverrisson mikilvægu framlagi af bekknum líkt og í síðasta leik. Lewis var bestur Keflvíkinga ásamt Vali Orra, en of margir leikmanna liðsins voru að spila undir getu. Magnús Þór Gunnarsson skoraði t.a.m. sína fyrstu og einu körfu utan af velli þegar mínúta lifði leiks. Hann þarf að spila betur ef Keflavík ætlar ekki að fara í sumarfrí á föstudaginn kemur. Keflvíkingar hafa komið sér ofan í ansi djúpa holu og þurfa að spila miklu mun betur - sérstaklega varnarlega - í næsta leik ef þeir ætla sér að koma sér upp úr henni. Stjarnan hefur hins vegar þrjá leiki til að tryggja sér sigurinn í einvíginu. Næsti leikur liðanna fer fram á föstudaginn í Keflavík.vísir/daníelMarvin Valdimarsson: Auðvelt að hitta þegar maður fær opin skot "Það gekk ansi vel í dag, við spiluðum heilt yfir sterkan leik, sóknar- og varnarlega," sagði Marvin Valdimarsson að leik loknum en hann átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. "Heilt yfir var þetta góður körfubolti og ég held að þeir hafi aldrei átt séns í dag." Staðan var jöfn að loknum fyrsta leikhluta, en Stjarnan tók völdin í öðrum leikhluta. "Við áttum alveg annan leikhluta. Þeir komu aðeins til baka í fjórða leikhluta, en þetta var í raun aldrei í hættu." Marvin gat leyft að vera ánægður með eigin frammistöðu í leiknum. "Ég fann mig ágætlega, sérstaklega fyrstu þrjá leikhlutana. Það er auðvelt að hitta þegar maður fær opin skot." Aðspurður um leikinn á föstudaginn sagði Marvin: "Þeir (Keflvíkingar) mæta að sjálfsögðu brjálaðir. Þetta verður stríð og það verður allt lagt undir. Við þurfum að vera klárir í þann bardaga."vísir/daníelGunnar Stefánsson: Við gerðum þetta 2008 "Það var eiginlega bara allt sem var að klikka í kvöld, bæði varnar- og sóknarlega. Varnarlega kannski helst; að fá á sig 98 stig er ekki ásættanlegt fyrir Keflavíkurliðið," sagði Gunnar Stefánsson aðstoðarþjálfari Keflavíkur eftir leikinn. "Fyrst og síðast var varnarleikurinn lélegur og sóknarleikurinn helst til of staður." Keflvíkingar eru komnir 2-0 undir í einvíginu og þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð til að komast áfram í undanúrslit. "Nú þarf serían að snúast okkur í hag. Við ætlum að koma henni í fimm leiki og vinna þetta. Það er ekkert sem heitir," sagði Gunnar. Keflavík kom síðast til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi árið 2008, gegn ÍR í undanúrslitum. "Við gerðum þetta 2008 og væri ekki fínt að gera þetta aftur sex árum seinna og vera fyrsta liðið til að gera þetta í átta liða úrslitum", sagði Gunnar að lokum.Stjarnan-Keflavík 98-89 (19-19, 27-13, 24-24, 28-33)Stjarnan: Justin Shouse 28/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/7 fráköst, Matthew James Hairston 11/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Sæmundur Valdimarsson 5, Fannar Freyr Helgason 4, Sigurður Dagur Sturluson 3, Daði Lár Jónsson 1, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Keflavík: Darrel Keith Lewis 30/7 fráköst, Valur Orri Valsson 19, Michael Craion 18/13 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Magnús Þór Gunnarsson 7, Arnar Freyr Jónsson 7/7 stoðsendingar, Aron Freyr Kristjánsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0/5 stoðsendingar, Birkir Örn Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.Leik lokið | 98-89 | Shouse skorar síðustu stig leiksins. Níu stiga sigur Stjörnunnar staðreynd.40. mín | 95-87 | Magnús Þór fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að hrinda Shouse. Stuðningsmenn Stjörnunnar láta Keflvíkinginn heyra það.40. mín | 94-87 | Leikhlé. Sjö stiga munur og 21 sekúnda eftir af leiknum.40. mín | 92-84 | Átta stiga munur og hálf mínúta eftir. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef Keflvíkingar eiga að snúa taflinu sér í vil.39. mín | 92-84 | Munurinn er kominn undir tíu stig og Keflavík er með boltann. Magnús Þór með sína fyrstu körfu utan af velli. Þegar mínúta er eftir!38. mín | 90-77 | Lewis minnkar muninn í 12 stig. Hann er kominn með 28 stig og sjö fráköst.37. mín | 88-73 | Marvin bætir enn stigaskor sitt í leiknum með þriggja stiga sókn. Hann er kominn með 22 stig.36. mín | 84-69 | Leikhlé. 15 stiga munur og tæpar fimm mínútur eftir. Valur Orri hefur séð um stigaskorið hjá Keflvíkingum síðustu mínúturnar. Hann er kominn með 14 stig.33. mín | 79-60 | Sæmundur Valdimarsson með körfu. Jón Sverrisson setti rétt áðan tvö vítaskot niður. Hann er búinn að skila mikilvægu framlagi líkt og í fyrri leiknum. Jón er kominn með tíu stig og sjö fráköst.31. mín | 73-56 | Shouse skorar og bætir svo stigi við af vítalínunni. Guðmundur Jónsson er sá eini sem er í teljandi villuvandræðum - hann er kominn með fjórar.Þriðja leikhluta lokið | 70-56 | Shouse lokar hálfleiknum með því að setja niður víti. Áður höfðu Keflvíkingar skorað fimm stig í röð.29. mín | 69-51 | Leikhlé. 18 stiga munur. Shouse kominn með fjögur stig í röð og 21 alls. Craion heldur Keflvíkingum enn inni í leiknum.28. mín | 63-49 | Craion tekur sóknarfrákast og skorar. Munurinn 14 stig. Þriggja stiga nýting gestanna er afleit; 24%. Stjarnan er hins vegar með góða nýtingu; 43%.26. mín | 61-47 | Magnús Þór setur tvö víti niður eftir að Shouse fékk tæknivillu. Craion er búinn að tvöfalda stigaskor sitt frá því í fyrri hálfleik og er kominn með 16 stig, auk átta frákasta.24. mín | 59-43 | Craion setur tvö víti niður. Marvin heldur áfram að eiga stórleik og setti áðan sinn fimmta þrist niður.22. mín | 54-36 | 18 stiga munur eftir tvo þrista frá Marvin og Shouse. Andy Johnston tekur leikhlé. Leikurinn er að fara frá Keflvíkingum.Seinni hálfleikur hafinn | 46-32 | Sjáum hvað Keflvíkingar gera.Hálfleikur | Það er enginn vallarþulur á landinu sem talar jafn mikið um mat og annars ágætur vallarþulur Stjörnunnar. Hann hefur líklega fagnað manna mest þegar Dominos gerðist aðal styrktaraðili deildarinnar.Fyrri hálfleik lokið | 46-32 | Shouse klárar fyrri hálfleikinn með þriggja stiga körfu. Stjörnumenn fara til búningsherbergja með 14 stiga forystu. Keflvíkingar þurfa að bæta leik sinn til mikilla muna ef þeir ætla að vinna vel stemmt Stjörnulið sem er búið að spila virkilega vel í fyrri hálfleik.20. mín | 41-32 | Leikhlé. Magnús Þór skoraði áðan sín fyrstu stig af vítalínunni og fékk svo dæmdan á sig ruðning.19. mín | 39-30 | Shouse er á vítalínunni. Marvin og Lewis eru stigahæstir liðanna með 13 stig hvor. Craion er aðeins kominn með þrjú stig í leikhlutanum.18. mín | 36-28 | Craion setti annað af tveimur vítum niður. Marvin setti áðan niður þrist eftir frábæra boltahreyfingu hjá Stjörnunni. Keflvíkingar þurfa framlag frá fleirum en Lewis í sókninni.16. mín | 31-25 | Leikhlé. Stjörnumenn eru búnir að vera, að því er virðist, heila eilífð í sókn; Marvin tók tvö sóknarfráköst. Hann er kominn með sjö stig og fimm fráköst.15. mín |26-22 | Arnar Freyr með þrist, en Shouse svarar með öðrum slíkum. Áður skoraði Hairston glæsilega flautukörfu, hljóp svo til baka og varði skot frá Guðmundi. Áhorfendur Stjörnumegin voru eðlilega ánægðir með þá tilburði.12. mín | 24-19 | Hairston skoraði fyrstu stig leikhlutans og Sæmundur Valdimarsson bætti þristi við. Varamenn Keflvíkinga ekki enn komnir á blað.1. leikhluta lokið | 19-19 | Lewis skoraði fimm síðustu stig leikhlutans og jafnaði leikinn. Sigurður Dagur Sturluson skoraði áður sína fyrstu þriggja stiga körfu.9. mín |16-12 | Hairston kemur Stjörnunni yfir með sinni fyrstu körfu og Shouse bætir tveimur stigum við.6. mín | 7-8 | Darrel Lewis setur tvö víti niður. Guðmundur skoraði áðan þriggja stiga körfu fyrir Keflavík, en Marvin svaraði að bragði. Hann er eini Stjörnumaðurinn sem er kominn á blað.5. mín | 5-5 | Marvin Valdimarsson skorar fyrstu stig Stjörnunnar af vítalínunni og bætir svo þristi við og jafnar leikinn.3. mín | 0-5 | Hairston kastar boltanum yfir spjaldið í ágætis færi. Stjarnan ekki enn komin á blað. Valur Orri Valsson er kominn inn á hjá gestunum.2. mín | 0-3 | Craion skorar fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga sókn.1. leikhluti hafinn | 0-0 | Hefðbundin byrjunarlið hjá liðunum.Fyrir leik: Andy Johnston er kominn aftur á bekkinn hjá Keflvíkingum, en hann tók út leikbann í síðasta leik.Fyrir leik: Dómgæslan hér í kvöld verður í höndum þeirra Sigmundar Más Herbertssonar, Rögnvaldar Hreiðarssonar og Davíðs Tómasar Tómassonar.Fyrir leik: Þrátt fyrir að tapa leiknum á föstudag, töpuðu Keflvíkingar boltanum aðeins fimm sinnum í öllum leiknum, sem telst afbragðs góð tölfræði. Á meðan voru Stjörnumenn með 16 tapaða bolta í leiknum.Fyrir leik: Stjarnan vann frákastabaráttuna í leiknum í Keflavík, 48-37.Fyrir leik: Í leiknum á föstudaginn tóku Keflvíkingar fleiri þriggja (39), en tveggja stiga skot (38), og hittu illa úr þeim, eða aðeins 28%. Til samanburðar, þá tók Keflavík um 28 þriggja skot að meðaltali í leik í vetur. Jafn góð þriggja stiga skytta og Guðmundur Jónsson (42% í vetur) setti t.a.m. aðeins eitt af tíu þriggja stiga skotum sínum niður í leiknum í Keflavík. Jón Norðdal Hafsteinsson, sem stjórnaði liði Keflavíkur í leiknum á föstudaginn ásamt Fali Harðarsyni, sagði í samtali við undirritaðan eftir leikinn í TM höllinni að skotval hans manna hefði ekki verið nógu gott og að þeir hefðu tekið of mörg þriggja stiga skot í leiknum. Það er því spurning hvort við sjáum Keflvíkinga sækja meira á körfuna í kvöld, en í fyrsta leiknum.Fyrir leik: Michael Craion var, eins og svo oft áður, atkvæðamestur Keflvíkinga í TM höllinni, með 28 stig, 17 fráköst og heil 41 framlagsstig. Justin Shouse skoraði mest fyrir Stjörnuna, 28 stig og gaf auk þess átta stoðsendingar. Þá skoraði Matthew Hairston 17 stig og tók 17 fráköst fyrir Garðbæinga.Fyrir leik: Sem kunnugt er vann Stjarnan fyrri leikinn 87-81 í TM höllinni í Keflavík. Gestirnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.Fyrir leik: Velkomin til leiks með okkur á Vísi en hér verður fylgst með stórleik Stjörnunnar og Keflavíkur.
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum