Körfubolti

Geta Snæfell og Þór jafnað metin?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Travis Cohn hinn þriðji er leikstjórnandi Snæfells.
Travis Cohn hinn þriðji er leikstjórnandi Snæfells. Vísir/Andri Marinó
Úrslitakeppnin í Dominos-deild karla í körfubolta heldur áfram í kvöld en þá fara fram tveir leikir.

Íslandsmeistarar Grindavíkur heimsækja Þór í Þorlákshöfn en þessi lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. Grindavík vann fyrri leikinn, 92-82, eftir fjörugan leik sem var jafn og spennandi lengi vel.

„Vörnin í fjórða leikhluta hafi gert gæfumuninn. Þetta var góður sigur en við vorum svolítið á hælunum í vörninni og vorum að tapa boltanum klaufalega. Við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir næsta leik,“ sagði SverrirÞórSverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir leikinn.

Margir eru búnir að afskrifa Snæfell eftir útreiðina sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn KR í átta liða úrslitunum en liðið tapaði með 22 stiga mun, 98-76.

Snæfell þarf að vinna í kvöld á heimavelli annars geta deildarmeistararnir verið með sópinn á lofti í DHL-höllinni á fimmtudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni.

„Við erum búnir að vera lengur en tvævetur í þessu þannig ég hef fulla trú á liðinu. En það er undir okkur komið að sýna það. Það þýðir ekkert að vera svaka töffari í einhverjum viðtali eða í hálfleik eða í leikhléum. Við þurfum að fara inn á völlinn og sýna að við getum gert hlutina,“ sagði SigurðurÞorvaldsson, leikmaður Snæfells, eftir síðasta leik.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15.


Tengdar fréttir

Þessi tími ársins

Úrslitakeppnin í körfubolta karla hefst í kvöld og við spáum í spilin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×