Körfubolti

Falur formaður og Jón Norðdal stjórna Keflavíkurliðinu á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Falur Harðaron og Jón Norðdal Hafsteinsson.
Falur Harðaron og Jón Norðdal Hafsteinsson.
Keflvíkingar byrja úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta með þjálfarann sinn í leikbanni og ofan á það er aðstoðarþjálfarinn staddur erlendis.

Andy Johnston var rekinn út úr húsi í síðustu umferð deildarkeppninnar og verður í banni annað kvöld þegar Keflavík tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta lið úrslitum.

Gunnar H. Stefánsson er aðstoðarþjálfari Andys en verður fjarri góðu gamni því hann er staddur erlendis vegna vinnu sinnar. Það var ljóst frá því í haust að Gunnar gæti ekki verið með í þessum leik.

Keflvíkingar hafa hinsvegar fundið mennina sem ætla að redda málunum í þessum fyrsta leik en það eru formaðurinn Falur Harðarson og Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrrum leikmaður karlaliðsins og þjálfari drengjaflokks félagsins. Þeir munu stjórna liðinu saman í TM-höllinni á morgun.

Jón Norðdal hefur ekki stýrt karlaliði Keflavíkur áður en Falur gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2004 í samstarfi með Guðjóni Skúlasyni.


Tengdar fréttir

Andy byrjar úrslitakeppnina væntanlega í banni

Andy Johnston, þjálfari Keflvíkinga, verður væntanlega í banni í fyrsta leik liðsins í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en hann var rekinn út úr húsi í Hólminum í gær.

Fyrstu þrír Stöð 2 Sport leikirnir klárir

Körfuknattleikssambandið hefur gefið út leikjadagskrá sína fyrir átta liða úrslitin í Dominos-deild karla en úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn kemur. Það er einnig orðið ljóst hvaða þrjá fyrstu leiki Stöð 2 Sport sýnir frá úrslitakeppninni í ár.

ÍR-ingar með fjórða besta árangurinn í seinni umferðinni

ÍR-ingar komust ekki í úrslitakeppni Dominos-deildar karla þrátt fyrir frábæra frammistöðu liðsins eftir áramót og þá staðreynd að aðeins þrjú félög í deildinni hafa unnið fleiri deildarleiki á árinu 2014.

Maggi Gun: Þetta Keflavíkurlið fer alla leið

Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, hefur mikla trú á sínu liði í úrslitakeppni Dominos-deildar karla þrátt fyrir erfiðan endakafla í deildarkeppninni. Magnús er í viðtali á heimasíðu Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×