Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2014 21:00 Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. Þetta er liður í stórfelldri uppbyggingu sem hann stendur fyrir í þessum fornfræga síldarbæ. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, er Siglufjörður heimsóttur og rætt við Róbert og fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem á sér stað í bænum þessi misserin.Hótelið verður 68 herbergja og er stefnt að því að rekstur þess hefjist eftir eitt ár.Fjárfestingar Róberts á undanförnum árum eru þegar farnar að setja sterkan svip á bæinn. Litskrúðug veitingahús og gallerí í byggingum sem áður voru í niðurníðslu lífga nú upp á mannlífið, líftæknifyrirtækið Genís vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, en nýjasta táknið um framkvæmdir Róberts er stór byggingarkrani við höfnina. „Byggingarkrani verður sjaldan tákn mitt,” svarar Róbert en staðfestir að kraninn þjóni þeim tilgangi að reisa 68 herbergja hótel sem vonast sé til að verði komið í rekstur vorið 2015.Stór byggingarkrani er kominn upp á lóð hótelsins.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Milli fimmtán og tuttugu iðnaðarmenn vinna að smíði hótelsins, sem að hluta fer fram innandyra með forsmíði eininga. Róbert byggir ferðaþjónustuna upp í kringum smábátahöfnina á Siglufirði, hún á að verða hjartað. Hótelbyggingin verður L-laga og segir Róbert að úr hverju einasta herbergi verði útsýni yfir báta eða aðra athafnasemi tengda sjónum. Þátturinn “Um land allt” á Stöð 2 er á dagskrá kl. 19.20 annaðkvöld en þar verður fjallað ítarlega um fjárfestingar Róberts á Siglufirði.Róbert á veitingastaðnum Hannes Boy. Húsgögnin eru gerð úr tequila-tunnum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Um land allt Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. Þetta er liður í stórfelldri uppbyggingu sem hann stendur fyrir í þessum fornfræga síldarbæ. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, er Siglufjörður heimsóttur og rætt við Róbert og fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem á sér stað í bænum þessi misserin.Hótelið verður 68 herbergja og er stefnt að því að rekstur þess hefjist eftir eitt ár.Fjárfestingar Róberts á undanförnum árum eru þegar farnar að setja sterkan svip á bæinn. Litskrúðug veitingahús og gallerí í byggingum sem áður voru í niðurníðslu lífga nú upp á mannlífið, líftæknifyrirtækið Genís vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, en nýjasta táknið um framkvæmdir Róberts er stór byggingarkrani við höfnina. „Byggingarkrani verður sjaldan tákn mitt,” svarar Róbert en staðfestir að kraninn þjóni þeim tilgangi að reisa 68 herbergja hótel sem vonast sé til að verði komið í rekstur vorið 2015.Stór byggingarkrani er kominn upp á lóð hótelsins.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Milli fimmtán og tuttugu iðnaðarmenn vinna að smíði hótelsins, sem að hluta fer fram innandyra með forsmíði eininga. Róbert byggir ferðaþjónustuna upp í kringum smábátahöfnina á Siglufirði, hún á að verða hjartað. Hótelbyggingin verður L-laga og segir Róbert að úr hverju einasta herbergi verði útsýni yfir báta eða aðra athafnasemi tengda sjónum. Þátturinn “Um land allt” á Stöð 2 er á dagskrá kl. 19.20 annaðkvöld en þar verður fjallað ítarlega um fjárfestingar Róberts á Siglufirði.Róbert á veitingastaðnum Hannes Boy. Húsgögnin eru gerð úr tequila-tunnum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Um land allt Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira