Ármenningar og Gerplukonur voru í aðalhlutverki í keppni á einstökum áhöldum á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Ármannsheimilinu í dag. Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu unnu flest áhöld í dag.
Ármenningurinn Jón Sigurður Gunnarsson vann þrjú gull í dag en hann stóð sig best allra á gólfi, í hringjum og á svifrá. Jón Sigurður vann silfur í stökki og brons á bogahesti. Jón Sigurður var í miklu stuði í dag.
Íslandmeistarinn í fjölþraut í gær, Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni, vann gull á bogahesti og síðan silfur í hringjum, á tvíslá og á svifrá. Hann sýndi því sömu fjölhæfni og skilaði honum titlinum í gær.
Pálmi Rafn Steindórsson úr Gerlpu varð Íslandsmeistari í stökki og Valgarð Reinhardsson úr Gerplu varð Íslandsmeistari á tvíslá.
Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu vann tvö gull í dag, á gólfi og á jafnvægislá. Íslandmeistarinn í fjölþraut í gær, Norma Dögg Róbersdóttir úr Gerplu, varð Íslandsmeistari í stökki og Agnes Suto úr Gerplu stóð sig best allra á tvíslá.
Ármann vann því fjórar einstaklingsgreinar í karlaflokki og auk þess að eiga Íslandsmeistarann í fjölþraut frá því gær en Gerpla hlaut tvö gull í karlaflokki. Gerpla fékk hinsvegar fullt hús í kvennaflokki, fimm gull af fimm mögulegum.
Íslandsmeistarar á einstökum áhöldum á Íslandsmeistaramótinu í fimleikum:
Karlar
Gólfæfingar
1. Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
2. Pálmi Rafn Steindórsson, Gerpla
3. Bjarki Ásgeirsson, Ármann
Bogahestur
1. Bjarki Ásgeirsson, Ármann
2. Valgarð Reinhardsson, Gerpla
3. Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
Hringir
1. Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
2. Bjarki Ásgeirsson, Ármann
3. Valgarð Reinhardsson, Gerpla
Stökk
1. Pálmi Rafn Steindórsson, Gerpla
2. Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
3. Valgarð Reinhardsson, Gerpla
Tvíslá
1. Valgarð Reinhardsson, Gerpla
2. Bjarki Ásgeirsson, Ármann
3. Sigurður Andrés Sigurðsson, Ármann
Svifrá
1. Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
2. Bjarki Ásgeirsson, Ármann
3. Valgarð Reinhardsson, Gerpla
Konur:
Gólfæfingar
1. Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerpla
2. Andrea Ingibjörg Orradóttir, Gerpla
3. Þórey Kristinsdóttir, Björk
Jafnvægisslá
1. Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerpla
2. Agnes Suto, Gerpla
2. Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Gerpla
Tvíslá
1. Agnes Suto, Gerpla
2. Dominiqua Alma Belányi, Gróttu
3. Norma Dögg Róbersdóttir, Gerpla
Stökk
1. Norma Dögg Róbersdóttir, Gerpla
2. Andrea Ingibjörg Orradóttir, Gerpla
3. Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Gerpla
Jón Sigurður og Thelma Rut unnu flest gull í dag

Tengdar fréttir

Bjarki og Norma Dögg Íslandsmeistarar í fjölþraut
Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni og Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu urðu í dag Íslandsmeistarar í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum en bæði voru þau að vinna titilinn í fyrsta sinn.

Þrefalt hjá Gerplukonum í gær - myndir
Gerpla hélt áfram sigurgöngu sinni í fjölþraut kvenna á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í gær þegar Gerpla átti þrjár á palli í kvennaflokki. Gerpla hefur nú átt Íslandsmeistara kvenna í fimleikum í ellefu ár í röð.