Betra er að vera ólæs en illa innrættur Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 7. apríl 2014 16:24 Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar