Ekki er allt sem sýnist Marjatta Ísberg skrifar 7. apríl 2014 16:14 Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun