Ekki er allt sem sýnist Marjatta Ísberg skrifar 7. apríl 2014 16:14 Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun