Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2014 19:55 „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent