Láglaunalandið Ísland Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 2. apríl 2014 15:46 Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur tíðkast láglaunastefna um áratugabil. Flestar vinnandi stéttir og þá ekki síst kennslu- og umönnunarstéttir eru láglaunastéttir. Þetta eru stéttir sem sinna börnum, ungmennum, öldruðum, sjúkum o.s.frv. Stéttir sem flestir vita að eru mjög nauðsynlegar samfélaginu. Þarna eru miklu fleiri stéttir, en þið vitið hvað ég meina. Ef maður spyr fólk hvort það haldi að fátækt hafi aukist á Íslandi eftir kreppu segja flestir halda að svo sé. Það er líka rétt; raunveruleg fátækt hefur aukist til muna samfara minnkandi kaupmætti í kjölfar hækkanna á matvælum, eldsneyti, leigu o.s.frv. Þetta er augljóst fyrir alla. Eða flesta. Stjórnvöld reyna á sama tíma að segja okkur að fátækt hafi minnkað. Til þess nota þeir alls konar útreikninga. Þar má nefna hagvöxt, sem hefur víst aukist. Útreikningar Hagstofunnar um viðmið sem einstaklingur fær í félagslegar bætur, geti hann ekki séð sér farborða sjálfur, eru hæstar um 160 þús á mánuði. Þessi útreikningur miðast við miðgildi tekna á íslandi. Eitt merki um minnkandi fátækt og meiri jöfnuð, segja stjórnvöld, eru þegar þessi upphæð lækkar, eins og gerðist fyrst eftir hrun. Þessa lækkun má skýra með einföldum hætti; ofurlaun snarlækkuð og þar með miðgildi tekna sem miðað er við í útreikningum félagsbóta. Þýðir þetta að fátækt hafi minnkað? Þýðir þetta að fólkið sem hafði 160 þús en nú 155 þús geti lifað auðveldara lífi og átt fyrir nauðsynjum? Um leið og nauðsynjar hækka og hækka? Það sér hver heilvita manneskja að slík getur ekki verið raunin. Þessir útreikningar stjórnvalda um hvort fátækt hafi aukist er í engu samræmi við veruleikann, engu. Það hefur verið reiknað út af mér tölugleggri konum að einstaklingur þurfi um 350 þúsund krónur útborgað (nettótekjur eftir skatta og gjöld) til að lifa sómasamlegu lífi á Íslandi; hvort sem það er á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Við vitum hins vegar að stærstur hluti vinnandi einstaklinga á Íslandi nær ekki þessari útborgun. Alla vega ekki ég sem er búin með diplomanám á mastersstigi og hef 12 ára starfsreynslu hjá ríkisstofnun. Dögun vill að félagslegar bætur (og önnnur framfærsla í landinu) verði snarhækkaðar (og lágmarksframfærsla lögfest) þannig að sveitarfélögin í landinu framfylgi í raun sinni lagalegu skyldu að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir. Þegar slíkt kemur til tals er gjarnan bent á að slíkar bætur (þ.m.t. atvinnuleysisbætur) megi ekki vera hærri en lægstu laun. Ég skil þá hugsun fullkomlega. Síst af öllu viljum við styðja fólk til vanvirkni; það kemur engum til góðs, hvorki heilsu einstaklingsins sjálfs, fjölskyldu hans né samfélagsins sem heild. En ég spyr: eiga sveitarfélög að halda áfram meðvirkni sinni við láglaunastefnu landsins? Eigum við að leyfa óprúttnum atvinnurekendum (þar með talið ríkinu) að halda áfram að borga starfsfólki sínu vægast sagt ömurleg laun sem ekki er hægt að lifa á? Er ekki miklu heilbrigðara að sveitarfélög standi við lagalegar skyldur sínar og verði þannig þrýstingur fyrir atvinnulífið til að hækka laun vinnandi stétta? Það finnst mér.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun