OKCupid hvetur notendur til að sniðganga Mozilla Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 19:30 Firefox er gríðarlega vinsæll netvafri úr smiðju hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla. Vísir/Skjáskot Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“ Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira