Sport

Man City með hæsta launakostnaðinn í heimi íþróttanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva fagnar marki með Manchester City.
David Silva fagnar marki með Manchester City. Vísir/Getty
Sportingintelligence hefur gefið út árlega könnun sína á launakostnaði íþróttafélaga í heiminum og birt hana í peningablaði ESPN-tímaritsins. Enska úrvalsdeildin á bæði félagið í efsta sæti sem og fimm félög inn á topp tuttugu listanum.  

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City er með hæsta launakostnaðinn meðal íþróttafélaga heimsins eða 5,3 milljónir punda á ári sem gerir um milljarð íslenskra króna. Hafnarboltaliðin New York Yankees og Los Angeles Dodgers eru í 2. og 3. sæti á listanum og þar á eftir koma spænsku fótboltafélögin Real Madrid og Barcelona.

Brooklyn Nets borgar hæstu launin í NBA-deildinni en Chicago Bulls er einnig inn á topp tíu (9. sæti). Á milli Nets og Bulls eru fótboltafélögin Bayern Münhcen og Manchester United. Chelsea er síðan í tíunda sæti á listanum á undan Arsenal og New York Knicks.

Það er hægt að sjá topplistann með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×