Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 22:04 Magni á ferðinni í kvöld. vísir/valli „Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
„Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01