Hinir „nýfátæku“ Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 11. apríl 2014 14:09 Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun